Og þar með fraus í helvíti !

Það verða margir dæmdir til að éta hattinn sinn ef Ólafi tekst að sameina þjóðina með kjark og áræðni, þar á meðal ég. Davíð stóð strax upp og sagði að við ættum ekki að borga skuldir óreiðumanna, nú kemur Ólafur og segir nánast það sama. Þetta eru þeir sem þora og vilja berjast, annað en sá helvítis landráðalýður sem hefur grafið okkur í skattahækkunum, atvinnuleysi og svartsýni síðustu misseri. Út með andskotans ESB mellurnar og berjumst fyrir rétti okkar.


mbl.is „Það er verið að kúga okkur"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

er ekki allt í lagi hjá þér....eigum við íslendingar að vera þekktir fyrir að borga ekki skuldir okkar...?

er það það sem þú villt ...?

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 30.1.2010 kl. 13:10

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ef við verðum þekkt fyrir að neita að láta skattgreiðendur bera skuldir sem einkaaðilar hafa stofnað til, þá er það mjög ákjósanlegt! Fólk um alla veröld mun virða okkur fyrir vikið, það er þegar byrjað að bera á því.

Guðmundur Ásgeirsson, 30.1.2010 kl. 13:21

3 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Sammála þér Gunnlaugur, nákvæmlega!!!!!

Eyjólfur G Svavarsson, 30.1.2010 kl. 14:49

4 Smámynd: Kristín H Berg Martino

Auðvitað borga íslendingar skuldir sínar, en að láta kúga sig til að borga skuldir einka rekina fyrirtæka  út í heimi er af og frá.

Kristín

Kristín H Berg Martino, 30.1.2010 kl. 15:29

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Nákvæmlega Krsitín, og það er akkúrat þessi punktur sem er að hitta í mark hjá fólki út um allan heim, sem vill ekki heldur að sínir skattpeningar fari í að dekka tap einkafyrirtækja. Við höfum fengið hvatningarorð frá öllum heimshornum eftir fjölmiðlaumfjöllun undanfarinna daga, jafn langt að og frá Pakistan, Afríkuríkjum, Hawaii og auðvitað líka nágrönnum okkar í Evrópu. Ef við sýnum að við erum ekki af baki dottin þá höfum við almenningsálitið í hendi okkar á alþjóðlegum vettvangi.

Guðmundur Ásgeirsson, 30.1.2010 kl. 16:49

6 Smámynd: Óskar Arnórsson

ALLIR sem vilja skrifa undir Icesavesamninganna eins og þeir eru í dag, eru landráðamenn samkvæmt lögum. Ef menn er ekki í afneitun á lögin eða skilja bara venjulega íslensku.

Allir sem vilja í ESB, vita ekki hvað þeir eru að tala um...

Merkilegt þegar fólk talar um Icesave, að það ýjar að því að neitun forseta sé yfirlýsing um að borga engar erlendar skuldir! Ég hélt í einfeldni minni að þessi forheimska væri ekki til á Íslandi...

Óskar Arnórsson, 30.1.2010 kl. 16:53

7 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Skrýtið að geta þótt vænt um fólk sem maður þekkir ekki neitt - ( nema Helga Rúnar )

stöndum saman - ÓRG er að bæta fyrir sinn þátt í útrásinni - fögnum því -

Ólafur Ingi Hrólfsson, 30.1.2010 kl. 19:55

8 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Ólafur þetta er samkennd hún kemur fram þegar við erum beitt óréttlæti og það er vægt til orða tekið því að við erum undir kúgun Breta og Hollendinga við megum ekki gleyma hverjir settu á okkur hryðjuverkalög það eitt og sér er aldrei hægt að fyrirgefa. Ólafur stendur sig vel núna og það skulum við virða berjumst til réttlætis náum skúrkunum sem stálu peningunum og eru í felum með fúlgur úti á skattaparadísum!

Sigurður Haraldsson, 30.1.2010 kl. 22:14

9 Smámynd: Björgvin Kristinsson

Sammála þessu með ESB. Af hverju gætum við ekki stofnað "Norður-íshafsbandalagið" með þeim þjóðum sem hafa reynst okkur vinir á ögurstundu. Ísland, Noregur, Færeyjar, Grænland, Kanada og hugsanlega Rússland eiga ágætis samleið. Engin sjáanleg ástæða að leggjast á bakið fyrir Breta eða Spánverja bara til að fá einhverja Evru eftir 150 ár.

Björgvin Kristinsson, 31.1.2010 kl. 02:32

10 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Viðtal Egils Helgasonar í dag við Max nokkurn Kicer var fróðlegt þar sagði Max að við ættum ekki að borga icesave skuld fjárglæfra manna ísland væri eina þjóðin i heiminum sem þorir að taka stöðu gegn þjófunum sem stálu peningunum úr bankakerfinu.

Sigurður Haraldsson, 1.2.2010 kl. 01:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband