1.3.2009 | 15:31
Ropað með afturendanum
Er ekki komið meira en nóg af þessum heimsku yfirlýsingum ? Ráðalausir vesalingar koma í síbylju með svona yfirlýsingar í von um að þetta blessist, ekki af því að þeir hafi eitthvað unnið til þess með aðgerðum heldur bara í von um að hlutirnir reddist. Svo eru þeir tilbúnir með lofræðu um sjálfan sig ef hlutirnir skána vegna utankominna breytinga. Ætlar Steingrímur kannski að ráða fleiri fjárglæframenn i skilanefnd bankana til að hygla sér. Það hefði heyrst í þessu tóma röri ef annar hefði ráðið slíkan snilling í skilanefndina. Hvað hefur svo þessi ríkistjórn unnið sér til frægðar ? Jú, hrakið frá okkur 2 bestu sérfræðinga í starfsemi Seðlabankans bara til að reka Davíð. Til þess hefur hún notað baugsmiðlana og byggt upp falska vantrú á Seðlabankanum. Auðvitað er komin vantrú hér innanlands vagna slíkra endalausra lyga. Hitler notaði slíkan áróður með verulega "góðum" árangri. Hafa einhverjir erlendir aðilar sem ekki eru aðkeyptar baugs eða komma málpípur gagnrýnt bankann ? Davíð vildi aflétta bankaleyndinni strax, en nei, nei það má ekki því þá kæmi í ljós hvaða stjórnmálamenn hafa fengið miljarða óeðlilega fyrirgreiðslu í gegnum einkahlutafélögin sín. Alveg nauðsynlegt að þagga niður í slíkum mönnum. Út með alla þessa siðlausu ræfla sem nú sitja.
![]() |
Vextir fara að lækka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |