Heimskulegt bruðl eftir siðlausa valdníðslu á þingi !

Eftir að hafa neytt þetta í gegn um þingið með bolabrögðum og svívirðingum ætlar Jóhanna og Steingrímur að eyða 160 miljónum til þess að fá staðfest að 70% þjóðarinnar er á móti þeim.

Aldrei í sögu lýðveldisins hefur ein ríkistjórn valdið þjóðinni meiri skaða. Kreppan er um allan heim þar sem er brugðist við henni með vaxta og skattalækkunum, hér er allt gert öfugt enda allar fjölskyldur að lenda í þroti. Skjaldborg heimilanna er um HEIMILIN, EIGNIRNAR sem eiga að lenda í "réttum" höndum. Ekki um fólkið sem má eta það sem úti frýs. Talandi um spillingu þá er hver maður farinn að sjá að hún blómstrar nú sem aldrei fyrr. Margra miljón króna bílar eru hirtir af fólki fyrir smáaura og fólk látið sitja eftir með tvöfalda skuld. Þetta er talandi dæmi um aðgerðir ríkisstjórnarinnar og "þann góða árangur" sem náðst hefur.

Hafi verið hinn minnsti vilji til að verja FÓLKIÐ á heimilunum hefðu strax verið sett lög þar sem skorið hefði verið á milli fasteigna og lausafjárskulda. Þá hefðu fjármálafyrirtækin sem stóðu að taumlausum fjáraustri til bílakaupa orðið að axla einhverja ábyrgð af því sjálf. Eftir að fjármálafyrirtækin höguðu sér eins og skepnur á þessum markaði fá þau nú að hirða bílana af fólki fyrir slikk og íbúðarhúsnæðið líka til að "græða" sem allra mest á öllu saman. Þetta er gert í skjóli og með vilja Jóhönnu sem brosir út í bæði og gortar sig af hinum mikla árangri.

Hrekja þetta landráðapakk út úr sjónarráðinu strax.


mbl.is Kosið 6. mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórarinn Axel Jónsson

megi hún fara til helv... þessi rikisstjórn.

Þórarinn Axel Jónsson, 19.1.2010 kl. 21:07

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Voru það ekki aðrir en þessi ríkisstjórn sem seldi Landsbankann, voru það ekki aðrir en þessi ríkisstjórn sem fóru með áhættusæknina um víðan völl í Evrópu, voru það ekki einhverjir aðrir en þessi ríkisstjórn sem lofuðu um miðjan nóvember í fyrra að Ísland bæri ábyrgð á útgjöldum vegna tryggingasjóðsins, voru það ekki einhverjir aðrir en þessi ríkisstjórn sem hvöttu til sundurlyndir ásamt undirskriftum og fengu forsetann til að vísa lagasetningunni í þjóðaratkvæði?

Gunnlaugur B Ólafsson, 20.1.2010 kl. 00:18

3 Smámynd: Gunnlaugur Bjarnason

Hvernig getur staðið á því að fólk skilur ekki að við Íslendingar erum ekki skuldbundin til að standa við eitthvað bull sem komið er frá einhverri stjórnmálabullu ? Langar sumum bara hrikalega að verða píslavottur ? Hvers konar framtíð væri hér ef við þyrftum að standa við allt helvítis bullið sem upp úr Steingrími hefur komið á hans langa innantóma ferli ? Þeim sem langar að fá það í afturgö..  tali fyrir sig, ekki mig.

Hugsunin virðist einmitt vera : Sjálfstæðisflokkurinn var svo svaka ljótur að við megum bara gera hvað sem er og kenna þeim svo bara um það. Hálfvitar.

Gunnlaugur Bjarnason, 20.1.2010 kl. 21:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband