25.1.2009 | 15:05
Fádæma kostninga brella
Björgvin hefur setið sem fastast eins og allir hinir, nú stekkur hann fram og segir af sér rétt fyrir kosningar og vonar að fá mikið persónufylgi fyrir. Ætli kjósendur Samfylkingarinnar liggi flatir fyrir svona ódýrri brellu ? Þá kemst hann strax aftur í fremstu víglínu, hvítþveginn með nýtt UMBOÐ. Ef hann sýndi ábyrg þá mundi hann hverfa úr stjórnmálum.
Björgvin segir af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvað er eiginlega málið það er alveg sama hvað er gert það er ekkert nógu gott, þið viljið kosningar og fáið þær en nei þá eru þær ekki nógu fljótt, þið viljið afsagnir og þegar það gerist þá er það ódýr kosningarbrella og svo þegar allt fjármálaeftirlitið er farið og er að fara þá er það heldur ekki nógu gott!!!!!!!!!!!!!!! Hvað viljið þið nákvæmlega?????????????? Ég held þið bara vitið það ekki og mótmælið bara til að mómæla! Þetta er orðið algert andsk. rugl!
Júlíana (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 15:29
Júlíana hvað viljum við... veit ekki um aðra en ég get ekki sætt mig við að nauðgarar, ofbeldismenn, þjófar, dópsalar og annar líður láti duga að segja fyrirgefðu eftir sín ódæði. Þessir pólutíkusar eiga að fá mun verri útreið enda búnir að standa fyrir fjárhagslegum dauða nokkurra kynslóða. Það á að svipta þá öllum eignum, æru og öllum réttindum. Þú ættlar kannski að kjósa Björvin aftur ?
Gunnlaugur Bjarnason, 25.1.2009 kl. 15:58
Ég hélt nú að Björgvin hefði tekið embætti stuttu eftir að kreppuboltinn byrjaði að rúlla? Getur hann og á hann að bera ábyrgð á einhverju sem fyrirrennarar hans komu af stað?
Spekingur (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 17:49
Auðvitað er þettta kosningabrella .
En viðbrögð þó , allt skárra en ekkert .
Koma tímar , koma ráð .
Kristín (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 22:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.