7.7.2009 | 09:57
Kærum Jóhönnu og Steingrím fyrir landráð !
Í öllum samfélögum eru glæpamenn eins og þeir sem eru oft nefndir útrásarvíkingar. Verri eru þó þeir sem með klækjum reyna að koma afleiðingum af glæpum þessara manna yfir á ábyrgð þjóðarinnar á nokkurrar varnarbaráttu. Þá erum við farin að tala um sanna landráðamenn. Þetta komma hyski er tilbúið að fórna heilli þjóð í persónulegri hatursherferð gegn einum manni. Í fljótu bragði eina manninum sem er virkilega treystandi til að ná okkur út úr þessu. Fjöreggið okkar er hjá Jóhönnu, Steingrími, Óla bónussleikju og Svavari Gest. Er fólk endanlega gengið af göflunum. Þekkir engin sögu þessa fólks?
Óvíst um ábyrgð á Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Verðum við ekki að byrja á að kæra Davíð Oddsson fyri landráð? Hann skrifaði jú uppá icesave skuldbindingarnar, sem seðlabankastjóri, í október. Er ekki Árni Matthiesen næstur í röðinni að kæra fyrir landráð? Hann gerði slíkt hið sama, sem fjármálaráðherra í ráðuneyti Geirs Haarde? Verðum við þá ekki að kæra Geir Haarde líka, hann bar jú ábyrgð á stjórnarstörunum fram til loka janúar? Eða lætur þú kanski ást þína á Davíð Oddssyni slæva dómgreind þína, svo að þú kennir "kommunum" um allt sem miður fer?
Ólafur Ingólfsson, 7.7.2009 kl. 10:07
Þetta er hörmulegur pistill. Hér er öllu snúið á hvolf. Björgunarliðinu kennt um hamfarirnar. Þvílíkur aumingjagangur!
Björn Birgisson, 7.7.2009 kl. 10:25
Þú vilt greinilega hengja bakara fyrir smið!
Icesafe ábyrgðin er afleiðing eins hrikalegasta fjármálamisferlis í sögunni. Þú verður að lesa grein Jóns Baldvins í Morgunblaðinu til að átta þig betur á þessu.
Þú mættir gjarna vanda betur orðafarið!
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 7.7.2009 kl. 10:26
Við krefjumst afsagnar Össurar Skarphéðinssonar.
Það er glæpsamlegt, að leyna svona mikilvægum gögnum, sem staðfesta að okkur ber ekki skylda til að greiða fyrir mistök ESB.
Þetta eru föðurlandssvik !
Við NEITUM AÐ GREIÐA - ENGA SAMNINGA um Icesave !
Loftur Altice Þorsteinsson, 7.7.2009 kl. 11:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.