28.7.2009 | 18:53
Það að svíkja út fé
Maður var að lesa fréttir af því hér á mbl að þyrlan væri notuð í hraðmælingar með löggunni. "það kostar jú sko ekki neitt, þetta er nauðsynleg æfing fyrir krakkana mína"
Nú má brenna í kringum fólk, flott drama, auknar líkur á að það fáist meiri peningur út úr sjóðum almennings. Þá væri oftar hægt að skreppa frá Jökulfjörum eftir spólum, auðvitað líka nauðsynleg "æfing".
Svo eru löggu greyin alveg uppgefnir, svo svaka þreyttir eftir alla vinnuna. Verst að hafa ekki neina atvinnulausa til að leysa þá af. Fá svo mikið meiri pening fyrir stuðbyssum, leynimyndavélum og allskonar græjum fyrir tugir milljóna. Þá er hægt að snúa niður húsmæður sem keyrði á 94,5 þar sem má bara keyra á 90 og troða síðan í þær þvaglegg. Helst þarf maður jú að hafa óþreytt "mikilmenni" þá til taks.
Eitt er víst að það þarf ekkert samræmi í sögurnar þegar kemur að því að sækja peninga í kassann.
Þyrluþjónustan til bjargar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |