24.8.2009 | 09:40
Auðvaldssleikjurnar enn að !
Auðvaldssleikjurnar í bönkunum eru greinilega enn með tunguna langt uppi í görnunum á þessum mönnum. Meðan verið er að keyra hvert fyrirtækið og fjölskylduna í gjaldþrot, henda saklausu fólki á götuna með börnin sín er þessum manni hampað og leift að reka áfram stóran hluta af smásölu Íslendinga. Þetta er talandi dæmi um að enn situr sama fólkið í bönkunum og hagar sér nákvæmlega eins í skjóli og þökk þeirra sem sitja á alþyngi. Eina sem er klárt er að almenningur á að fá að borga brúsann, það er bara ekki klárt hvernig reikningurinn verður útfærður til að tryggja best hagsmuni auðmannanna. Það er kominn tími til að knésetja allan þennan þjófalýð.
![]() |
Fá breska fjárfesta inn í rekstur Haga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |