Að útfæra landráð, lygar og svik tekur tíma.

Að útfæra landráð, lygar og svik tekur tíma.

Ólafur hefur fylgst með Iceve allan tímann og þarf engan auka tíma til að ákveða sig. Ef hann hefði ætlað að hafna lögunum hefði hann gert það strax. Hann hefur löngu tekið ákvörðun í anda "flokkskírteinisins". Nú er bara einkasýning meðan spunameistarar koma svikum við þjóðina í sem trúverðugastan búning þar sem því verður troðið í kokið á henni að þetta sé gert af tómri föðurlandsást. Dettur einhverjum í hug að hann neiti að undirrita Iceve lögin. Honum væri trúandi til að gera það um borð í einkaþotu bónusfeðga. Þið hafið ekkert séð enn ! Frelsið var vissulega misnotað en mankynssagan kennir okkur að mesti viðbjóðurinn og rotnasta sjónsýslan hefur verið hjá kommalýðnum.


mbl.is Áskorun afhent í fyrramálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað segirðu um að þjóðin þurfi núna að bera 3-400 milljarða kostnað vegna glæpsamlegra mistaka Davíðs Oddssonar í Seðlbankanum, þegar hann gerði bankann gjaldþrota í hruninu?

Vonandi hefur ÓRG kjark til að samþykkja IceSave lögin frá Alþingi. Annað væri heimskulegt þrátt fyrir smölun sjálfsstæðismanna um að skrifa undir lista indefence hópsins.

Babbitt (IP-tala skráð) 1.1.2010 kl. 22:11

2 Smámynd: Axel Guðmundsson

Eins og talað af minni tungu.Takk Takk.

Axel Guðmundsson, 1.1.2010 kl. 23:13

3 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Þú meinar auðvitað hjá Sjálfstæðisflokknum og Framsókn. Það er við hæfi að tala um þá flokka sem eru til á Íslandi en ekki grafa upp eitthvað sextíu ára gamalt kommúnistabull. Kjánaskapur er þetta. Varla orðum á eyðandi.

Rúnar Þór Þórarinsson, 2.1.2010 kl. 07:20

4 identicon

Egill Helga gerði smá könnun og tók út hundrað nöfn og 19 þeirra reyndust einstaklingar fæddir á árunum 2004-2008. ,,Í þessum hópi er talsvert af unglingum sem vantar ekki mikið upp á að verða kjörgengir, en líka börn – þeir yngstu á listanum eru fæddir 2004, 2005, 2007 og tveir sem eru fæddir 2008, og strax komnir í tölvuna".

Valsól (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband