Nei takk Ágúst,

Ætti það að vera lausnin fyrir okkur að reka mann sem er tilbúinn að reyna að verja skattgreiðendur, er tilbúinn að gefa um það nákvæmar yfirlýsingar og hefur hingað til verið talinn maður orða sinna. Nei takk. Það er skýlaus krafa að glæpaskuldum þessara manna sé ekki komið á þjóðina hvort sem það kostar nýtt "þorskastríð" eða annað.

Og ef hann yrði látinn fara? hvað viltu í staðinn, menn sem pukrast í myrkri og koma kannski miljarða skuldbindingum á börnin okkar í skjóli nætur og þagnar?

Reka mann og annan ? Já, spegill handa þér væri nú, að mínu mati, besta lausnin í þessu tilfelli.

Kennitöluflakkarar eru ekki góðir, en geta átt rétt á sér. Skoðanaflakkarar eru óþolandi og á að reka úr stjórnkerfinu.


mbl.is Vill seðlabankastjórana burt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En hvernig væri að fá mann sem seðlabankastjóra sem hefur actually einhverja menntun á þessu sviði? Fá helst einhvern utanaðkomandi sem hefur enga pólitíska

Davíð Oddsson var aðalmaðurinn í ríkisstjórninni þegar bankarnir voru einkavæddir og engir lagarammar voru settir í tengslum við það. Hann ásamt öðrum sem sátu í ríkisstjórninni á þessum tíma bera ábyrgð á því hvernig ástandið er í dag. Ég er á engan hátt að verja útrásara "snillingana" sem settu landið á hausinn en þeir eru ekki að brjóta nein lög þar sem ríkisstjórnin setti engan lagaramma þegar þeir einkavæddu bankana......Ríkisstjórnin með Davíð Oddsson í broddi fylkingar hlýtur að bera einhverja ábyrgð ekki satt?

Er það ekki sjálfsagt að þessi sömu menn sem komu okkur í þessa stöðu reyni að koma ástandinu í lag, á eitthvað að hrósa þeim sérstaklega fyrir það? eru þeir ekki bara að vinna vinnuna sína eins og þeir eiga að gera?

Maður skeinir sér þegar maður er búinn að skíta á sig!

Helgi Þór (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 09:07

2 Smámynd: Gunnlaugur Bjarnason

Það er engin ástæða til persónudýrkunnar en er ekki óþarfi að ausa menn óþverra sem þeir eiga engan veginn skilið. Á að aflífa þá sem breikkuðu Reykjanesbrautina með þeim rökum að enginn hefði mælst þar á hátt í 300 km hraða ef vegurinn væri hlykkjóttur, einbreiður, illa sléttur malavegur? Þeir kommar eru kannski enn til sem vilja skömmtunarmiða frá stjórabróðir. Flestir held ég þó að kjósi frjálsræðið og vilji koma böndum á þá sem misnota það, ekki þá sem koma því á. Einkavæðingin var ekki hnökra laus, spurningin er, hefðu aðrir gert þetta betur? Margir froðuheila hafa lýst því yfir að þeim hefði örugglega tekist betur til. Þeir voru bara ekki með traustið til að fá að reyna og vonandi fá þeir slíkt aldrei í hendurnar. Okkur vantar ekki "eftirávitringa".

Svo þú skeinir þér eftir að hafa gert í buxurnar, ég geri það eftir að hafa haft hægðir. Í þínu tilfelli færi ég í sturtu.

Gunnlaugur Bjarnason, 10.10.2008 kl. 10:12

3 identicon

Þessi samlíking hjá þér er bara hlægileg og segir kannski meira um ykkur sjálfstæðismenn sem enn haldið þessu fram.

Á ríkisstjórnin sem einkavæddi bankana á sínum tíma og setti ENGAN lagaramma ekki ábyrgð á því hvernig er komið fyrir okkur í dag? Með því að hafa sett lagaramma þegar þeir einkavæddu hefði mátt koma í veg fyrir stóran hluta af þessu vandamáli sem við glímum við í dag

Hagfræðingar og viðskiptafræðingar við Háskóla Íslands hlægja að því þegar ráðherrarnir í ríkisstjórninni benda endalaust á að ástæðan fyrir þessari krísu sem við búum við sé að mestum hluta vegna alþjóðlegra þátta, enda vita þeir þá staðreynd að þetta er að stærstum hluta okkur sjálfum að kenna! við erum búin að koma okkur í þessi vandræði sjálf.

Davið Oddsson er nú endanlega búinn að klúðra sínum málum og staðan er þannig að flestir sjálfstæðismenn eru búnir að viðurkenna það, þó ekki opinberlega enda þora þeir ekki að styggja við "kónginum" eins og Þorgerður Katrín gerði um daginn.

Þú er greinilega einn af þeim sem snýrð útur öllu sem er sagt. Þegar ég meina að menn skeini sér auðvitað þegar þeir hafa skitið í sig þá er ég að benda á sjálfstæðisflokkinn sem hefur séð um peningamálin á landinu síðustu 12 ár og klikkað all verulega en er svo núna að reyna eftir bestu getu að klóra sér útum þann vanda......

En það má víst ekki gagnrýna ykkur þegar illa fer, þið snúið út úr og axlið ekki ábyrgð, held að fleirri ættu að taka Sigríði Ingibjörgu til fyrirmyndar sem sagði af sér, það er það sem maður kallar að axla ábyrgð!

Helgi Þór (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 13:16

4 Smámynd: Gunnlaugur Bjarnason

Þakka þér fyrir að gefa minni samlíkingu einkunnina hlægileg, ekki veitir af slíku í dag. Aftur á móti verð ég að segja að mér fannst þín sóðaleg. Ekkert var út úr henni snúið, heldur tekin eins og hún var sögð. Ekki þarf að undra að menn með slíkt málfar þurfi síðan að eyða verulegu púðri í útskýringar.

Það kemur mér ekki á óvart að þú búir þér til staðreyndi sem henta þér og ákvarðir fyrir mína hönd hvar í flokki ég er. Það er nú kannski réttast að þú haldir því leyndu hvern þú styður, vegna hagsmuna viðkomandi flokks. Staðreyndin er sú að við eigum gott fólk í öllum flokkum sem nú þarf að ná saman um aðgerðir í erfiðu árferði. Til þess að það takist þarf að hunsa þá sem komnir eru af stað í nornaveiðar.

Já, Sigríður stökk í burtu meðan aðrir fá að kljást við vandann. Hugmyndir um að skipta út öllum ráðamönnum og bankastjórum núna er örugglega freistandi fyrir þá sem aldrei hafa getað unnið sig áfram eða fengið nægjanlegt fylgi.  Þeir tækifærissinnar vilja nú nýta sér þessar aðstæður til að pota sínum tota. Aftur nei takk.

Gunnlaugur Bjarnason, 10.10.2008 kl. 15:16

5 identicon

Ég held það fari ekkert á milli mála hvar þú ert í pólítík, enda gerist það ekki meira blátt!

Við getum verið sammála um ástandið í dag er kannski ekki það hentugasta til að skipta úr heilli ríkisstjórn og seðlabankastjórn, það verður því miður að bíða seinna tíma þegar meira ástandið fer að róast.

Ég er samt á því að Davíð eigi að segja af sér núna, enda búinn að klúðra sínum málum allverulega undanfarið. Engan veginn búinn að standa sig sem seðlabankastjóri og það er mér óskiljanlegt hvernig menn geti fært rök fyrir öðru.Það er hægt að telja upp óteljandi atriði þar sem hann hefur klikkað og eiga beinlínis hlut í því að við erum jafnt djúpt í skítnum og raun ber vitni.

Ert þú semsagt á því að Davíð og aðrir þingmenn þurfi ekki að axla neina ábyrgð? Ef þeir hefðu sett leikreglur í byrjun einkavæðingarinnar þá hefði verið leikandi létt að refsa þeim siðblindu einstaklingum sem sigldu landið okkar í kaf.

Ég veit ekki afhverju en mér dettur í hug Byrgismálið, þar sem Birkir Jón (ásamt öðrum) klikkaði all verulega að setja ekki leikreglur um þann pening sem var dælt í Guðmund í Byrginu, ekki þarf að fara eitthvað nánar í það mál, það þekkja flestir.

En pointið er að nú er ekki hægt að sækja Guðmund til saka um að bruðla með almannafé (rúmlega 200 milljónir). Birkir Jón axlaði enga ábyrgð, hann situr enn sem fastast á þingi. Hann gat ekki séð það fyrir að peningunum yrði bruðlað en það fríar hann samt ekki ábyrgð, svipað og Davíð og hans mönnum sem settu ekki leikreglur í upphafi einkavæðingarinnar og er það klúður að verða okkur dýrkeypt í dag.

Ég hef þó enga samúð með útrásar "snillingunum" sem bruðluðu með almannafé og borguðu sér ofurlaun ásamt kaupréttarsamningnum upp á fleiri hundruð milljónir. Vona að þeir fái maklega málagjöld

Helgi Þór (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 15:31

6 Smámynd: Gunnlaugur Bjarnason

Tek undir það að ég hef ekki neina hugmynd heldur um af hverju Byrgismálið kemur upp hjá þér. Kannski af því að þar fengu niðurrifsmenn og brennuvargar að ganga lausum hala eftir Guðmund, nokkuð sem þú virðist hafa hvatir til. Samlíking á þessum málum finnst mér meiri sóðaskapur af þinni hálfu.

Mér finnst þú kominn út í mýri og óska ekki eftir því að eltast lengur við þínar rökfærslur. Óska einnig eftir því að þú látir ljós þitt "skína" annarstaðar.

Gunnlaugur Bjarnason, 10.10.2008 kl. 18:25

7 identicon

Já ég er auðvitað niðurrifsmaður og brennuvargur afþví ég vil að Davíð Oddsson og aðrir sem koma að þessu máli axli ábyrgð á þeim hlut í þessu máli. Þú ert alveg magnður finnst mér. Maður verður greinilega að hafa "rétta" skoðun og sýn á málunum til að mega setja athugasemd hér, .

Auðvitað eru allir hagfræðingar og prófessorar við Háskóla Íslands sem segja að Davíð ætti að segja af sér á nornaveiðum (Segja það flestir af þeim)!

Held að þú ættir að taka af þér sjálfstæðisgleraugun og sjá umheiminn í réttu ljósi, þú virðist vera álíka blindur og "útrásar" snillingarnir sem eiga sinn þátt í þessari kreppu.

p.s.

Ekki hafa áhyggjur að ég kommenti aftur, ég ætla að leyfa þér að hafa þínar einsleitu skoðanir fyrir þig

Góðar stundir

Helgi Þór (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 20:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband