Færsluflokkur: Bloggar
9.10.2008 | 14:22
Nei takk Ágúst,
Ætti það að vera lausnin fyrir okkur að reka mann sem er tilbúinn að reyna að verja skattgreiðendur, er tilbúinn að gefa um það nákvæmar yfirlýsingar og hefur hingað til verið talinn maður orða sinna. Nei takk. Það er skýlaus krafa að glæpaskuldum þessara manna sé ekki komið á þjóðina hvort sem það kostar nýtt "þorskastríð" eða annað.
Og ef hann yrði látinn fara? hvað viltu í staðinn, menn sem pukrast í myrkri og koma kannski miljarða skuldbindingum á börnin okkar í skjóli nætur og þagnar?
Reka mann og annan ? Já, spegill handa þér væri nú, að mínu mati, besta lausnin í þessu tilfelli.
Kennitöluflakkarar eru ekki góðir, en geta átt rétt á sér. Skoðanaflakkarar eru óþolandi og á að reka úr stjórnkerfinu.
Vill seðlabankastjórana burt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)